Fréttir og greinar

Skáldið Benedikt Gröndal

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur spjallar um skáldið Gröndal í Gröndalshúsi, þriðjudaginn 3. október n.k. kl. 20-21.30 Gengið er inn Fichersund Ekkert kostar inn á dagskrána en þarf að skrá þátttöku Fært > Gröndalshús "Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur...

Teitur Magnússon

Teitur Magnússon flutti lag sitt við texta B. Gr. Nenni á fræðsludagskrá um Benedikt Gröndal í Bessastaðkirkju 7. október s.l. https://youtu.be/8XVt7HBtc0k

Benedikt Gröndal yngri

Benedikt Gröndal yngri

Benedikt var sonur Sveinbjarnar Egilssonar og konu hans, Helgu Gröndal, sem var dóttir Benedikts Gröndals landsyfirréttardómara og skálds. Hann lærði í Bessastaðaskóla og nam síðan náttúrufræði og bókmenntir við Hafnarháskóla. Hann kenndi síðan nokkur ár við Lærða...

Fræðsluerindi og gönguferð í Bessastaðanesi

Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla og Fugla- og náttúruverndarfélag Álftaness stóðu að fræðsluerindi og gönguferð í Bessastaðanesi laugardaginn 6. maí sl. Dr. Ólafur Dýrmundsson, búfræðingur, flutti erindi á Bjarnastöðum "Bújörðin Bessastaðir, búskapur þar og...

Álftanes og Bessastaðir voru mun áhrifameiri en oftast er talið

Viðteknar skoðanir um þróun landbúnaðar á Íslandi nokkuð gloppóttar:Álftanes og Bessastaðir voru mun áhrifameiri en oftast er talið "Bújörðin Bessastaðir, búskapur þar og þróun landbúnaðar á Álftanesi, hefur verið mun merkilegri í landbúnaðarsögu Íslands en haldið...

Bessastaðaskóli

Bessastaðaskóli var eina íslenska menntastofnunin á árunum 1805-1846. Hann tók við af Hólavallarskóla en Lærði skólinn, síðar Menntaskólinn í Reykjavík, var arftaki hans. Skólinn var á Bessastöðum á Álftanesi. Húsakynni Hólavallarskóla sem var á Hólavelli við...

Landslag

“Heyrið vella á heiðum hveri, heyrið álftir syngja í veri: Íslands er það lag. Heyrið fljót á flúðum duna, foss í klettaskorum bruna: Íslands er það lag. Eða fugl í eyjum kvaka, undir klöpp og skútar taka: Íslands er það lag. Heyrið brim á björgum svarra, bylja þjóta...

Skúlaskeið (Hestavísa)

Þeir eltu hann á átta hófahreinum,og aðra tvenna höfðu þeir til reiðar,en Skúli gamli sat á Sörla einum,svo að heldur þótti gott til veiðar. Meðan allar voru götur greiðar,gekk ei sundur með þeim og ei saman,en er tóku holtin við og heiðar,heldur fór að kárna...

Áhugaverður fræðslufundur á Álftanesi

Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla stóð að fjölmennum fræðslufundi um Grím og Jakobínu Thomsen í Bessastaðakirkju laugardaginn 8. október sl. undir yfirskriftinni "Ymur Íslands lag". Dr. Erla Hulda Halldórsdóttir flutti erindið "Bína á Bessastöðum" og dr....

Myndir