Fræðslu- og tónlistardagskrá
Fræðslu- og tónlistardagskrá á vegum Félags áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla í Bessastaðakirkju, n.k. laugardag, þann 26. október kl. 14-15
Dagskrá::
Ávarp forseta Íslands
Stúlkur í Álftanesskóla syngja lög við texta Sveinbjarnar Egilssonar
Guðrún Birgisdóttir leikur einleik á flautu verk eftir Telemann, Kuhlau og Johannes Sebastian Bach
Soffía Auður Birgisdóttir flytur erindið: „Af Sveinbjarnardætrum – saga systra“.
Soffía Auður mun segja frá rannsókn sinni á lífi og örlögum sex dætra Sveinbjarnar Egilssonar og Helgu Benediktsdóttur Gröndal.
Saga systranna varpar ljósi á ýmsa mikilvæga þætti í sögu og lífi íslenskra kvenna á 19. öld.
Dætur Sveinbjarnar og Helgu voru þær: Þuríður (1823-1899), Guðrún (1831-1916), Kristín (1833-1879), Sigríður (1835-1879), Valborg Elísabet (1838-1870) og Guðlaug Ragnhildur (1843-1866)
Heiðursviðurkenning til félaga tilkynnt
Kynnir á dagskrá Ragnheiður Elín Clausen
Kaffiveitingar í Bjarnastaðaskóla að lokinni dagskrá
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir