Laugardaginn 6. október s.l. stóð Félag áhugamanna um sögu
Bessastaðaskóla að hátíðardagskrá í Bessastaðakirkju í tilefni tíu ára
afmælis félagsins, sem var tileinkuð Sveinbirni Egilssyni.
Sveinbjörn varð kennari við Bessastaðaskóla árið 1819 og fyrsti rektor
Lærða skólans í Reykjavík árið 1846 eftir að skólinn fluttist frá
Bessastöðum.
Frétt með myndum frá hátíðardagskránni má nálgast á https://fjardarposturinn.is/minntust-sveinbjarnar-egilsson…/ og hér á Facebooksíðu félagsins : “Bessastaðaskóli“.
Á þessum tímamótum þakkar stjórn félagsins ykkur öllum sem sótt hafa
viðburði á þess vegum og sýnt starfi þess stuðning og áhuga með
margvíslegum hætti.
Sitjandi stjórnarmenn hafa ákveðið að tími sé
kominn fyrir nýja forystu og hafa því ákveðið að gefa ekki kost á sér
til áframhaldandi starfa.
Þeir félagsmenn sem áhuga hafa á að taka
við og leiða starf félagsins á komandi ári eru góðfúslega beðnir um að
senda undirritaðri skilaboð fyrir 1. nóvember n.k. á netfangið :
talstofa@simnet.is
Fyrir hönd stjórnar FÁUSB,
Með kærri kveðju,
Ásdís Bragadóttir formaður