Frænkurnar Lilja Bragadóttir nemandi í M.R. og Laufey Pétursdóttir, leikskólastúlka í Kópavogi, voru klæddar glæsilegum þjóðbúningum á Sveinbjarnardagskránni, laugardaginn 6. október s.l. Myndin er tekin í Bessastaðakirkju þar sem þær tóku á móti gestum á hátíðardagskrá, tileinkuð Sveinbirni Egilssyni, kennara í Bessastaðaskóla og fyrsta rektors Lærða skólans í Reykjavík. Félag áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla færir þeim Laufeyju og Lilju sérstakar þakkir fyrir framlag þeirra á dagskránni.