Hér stendur „þýðing“, en hið rétta er að Sveinbjörn Egilsson orti textann. Hins vegar þýddi sr. Matthías Jochusson „Heims um ból“. Það er ekki vitað með vissu hvenær Sveinbjörn orti „Heims um ból“, en talið er að það hafi verið á síðustu árum hans.
Sveinbjörn bjó á Eyvindarstöðum. Hann var tónelskur og spilaði á flautu. Hann var grískukennari í Bessastaðaskóla og „er þjóðkunnur fyrir snilldarþýðingar sínar á Kviðum Hómers, sem almennt er talið að hafi valdið straumhvörfum í íslenskum lausamálsbókmenntum. Hann gengdi lykilhlutverki í því að færa íslenskt ritmál nær hinu talaða máli, með hinn einfalda stíl fornsagnanna að fyrirmynd.“ (Páll Valsson: Jónas Hallgrímsson, Rvk. 2001). Skrifpúlt Sveinbjarnar er varðveitt í Bessastaðastofu.